top of page
bergdis.jpg
Hver er ég?

Ég er uppalin í Hafnarfirði og bý þar ennþá. Ég byrjaði í Engidalsskóla, fór síðan í Setbergs­skóla, síðan í Flensborgarskólann þar sem ég kláraði fjölmiðlatækni, kom síðan við í sagnfræði í HÍ en skipti yfir í ljósmyndun í Tækniskólanum. 


Eftir viðkomu í Starfsendurhæfingu Hafnar­fjarðar er ég komin aftur í Tækni­skólann, nú í grafíska miðlun og vonast til að útskrifast eftir samkomubann. 


Ég byrjaði að taka ljósmyndir af alvöru haustið 2005 en fékk síðan „alvöru“ mynda­vél vorið eftir. Síðan hafa bæst við fleiri mynda­vélar og myndasafnið stækkað. Það að fanga og varðveita augnablik mun alltaf verða partur af mínu lífi.

  • Flickr
  • Instagram
bottom of page