top of page
Hver er ég?
Ég er uppalin í Hafnarfirði og bý þar ennþá. Ég byrjaði í Engidalsskóla, fór síðan í Setbergsskóla, síðan í Flensborgarskólann þar sem ég kláraði fjölmiðlatækni, kom síðan við í sagnfræði í HÍ en skipti yfir í ljósmyndun í Tækniskólanum.
Eftir viðkomu í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar er ég komin aftur í Tækniskólann, nú í grafíska miðlun og vonast til að útskrifast eftir samkomubann.
Ég byrjaði að taka ljósmyndir af alvöru haustið 2005 en fékk síðan „alvöru“ myndavél vorið eftir. Síðan hafa bæst við fleiri myndavélar og myndasafnið stækkað. Það að fanga og varðveita augnablik mun alltaf verða partur af mínu lífi.
bottom of page